Daglegt brauð að þvagi og saur sé slett á fangaverði

Álag á fangaverði er mikið í fangelsum landsins sem eru alla jafna yfirfull að sögn Birgis Jónassonar, setts fangelsismálastjóra. Hann segir það nær daglegt brauð að þvagi og saur sé skvett á fangaverði og að skyrpt sé á þá.

Það séu ekki mörg dæmi um alvarleg atvik milli fanga en hins vegar sé skilgreiningaratriði hvað teljist alvarleg atvik.

Alvarleg átök ekki algeng 

„Þeir þurfa að sæta því að hrækt sé á þá og að saur og þvagi sé slett á það. Þetta er daglegt brauð í ákveðnum tilvikum. Auðvitað er þetta brot gegn valdstjórninni. En ég myndi segja að alvarleg átök séu ekki mjög algeng. Það er líklega vegna þess að okkar nálgun snýst um samtalstækni. Hjá okkur er mjög hæft fólk sem hefur góða þjálfun og mikla menntun á þessu sviði,“ segir Birgir.

Fangelsi Heimila á samkvæmt frumvarpi dómsmálaráðherra að fullnusta allt að …
Fangelsi Heimila á samkvæmt frumvarpi dómsmálaráðherra að fullnusta allt að tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi með samfélagsþjónustu. Eggert Jóhannesson

Kúnst að blanda saman föngum 

Hvað með átök á milli fanga, eru þau mjög algeng?

„Alltaf öðru hverju. Ég myndi ekki segja að þau væru algeng en það er mikil áskorun fyrir okkur að stýra fólki. Það er mikil kúnst og fræði að blanda fólki saman. Það sem gerir okkur erfitt fyrir að aðbúnaður í fangelsum, og þá sérstaklega á Litla Hrauni, er þannig að við eigum erfitt um vik að stýra fólki og að hafa fulla stjórn á því að tiltekinn fangi hitti ekki annan fanga.“

Birgir Jónasson ræddi við Dagmál mbl.is.
Birgir Jónasson ræddi við Dagmál mbl.is. mbl.is/Hallur Már
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
OSZAR »