Sigmundur Ernir á botninum

Sam­fé­lags­miðlar ís­lensks stjórn­mála­fólks eru alltaf und­ir smá­sjá og því sem þar fer fram gert skil með reglu­bundn­um og skemmti­leg­um hætti í Spurs­mál­um. Yf­ir­ferðina má sjá í meðfylgj­andi mynd­skeiði eða í rituðu máli hér að neðan.

Hiti, mömmur og týndir þingmenn

Jæja, helvíti fín vika að baki þar sem hitatölurnar á vedur.is sýndu sínar bestu hliðar og voru tveggja stafa alla vikuna - vedur.is hvað? Ætti ekki að breyta léninu í sumar.is núna? Það gefur Ríkisútvarpinu alla vega tilefni til að halda enn eitt „launch-partíð“ á veðurathugunarvef. Enda aldrei nóg af veðurspám til að lifa og klæða sig eftir.

Einskisverðasta hlutverk heims; móðurhlutverkið, spilaði stóra rullu á samfélagsmiðlunum í vikunni vegna mæðradagsins sem haldinn er einu sinni á ári en ætti að vera haldinn alla daga ársins. Kepptist allt stóðið við að gorta sig af sinni mömmu og upphófst einhver svona  typpakeppni á milli manna. Enn ekki hvað!

En svo bárust þau válegu tíðindi að tilkynningum um týnda þingmenn hefur fjölgað undanfarið. Heyrst hefur að sérstakur leitarflokkur hafi verið settur af stað til að leita að týndu þingmönnunum sem hafa hlaupið sig illa mikið frá veiðigjaldaumræðunni að þeir bara hafa horfið af radar. Bara búmm! Þurrkast út.

Svo vont að geta ekki heyrt í Guðmundi Fylkissyni núna. Hann væri búinn að finna þetta lið en, to, tre, þó svo að þetta fólk sé ekki klætt í Adidas-galla eða smellubuxur.

Hanna Katrín flúði veiðigjöldin til BNA

Hanna Katrín flúði alla leið til Trömparalandsins til að vera viðstödd útskrift hjá afkvæmum sínum og skyldi ábyrgðina eftir hjá Daða-skaða.

Þarna er hann - fundinn!

Skaði Már týndist í smá, eða það var tilkynnt um mannshvarf þarna á tímapunkti því það fannst hvorki tangur né tetur af honum í þingsal þegar Tóta-skjóta, forseti þingsins, brást skjótt við og boðaði til laugardagsfundar á Alþingi og allt ætlaði um koll að keyra. Rétt hjá henni! Láta þetta lið vinna fyrir laununum sínum. En svo fannst Daði-skaði eftir langa leit en þá var hann undir „poolborði“ í einhverju Viðreisnar-partíi bara að mingla og tjilla og eitthvað. Ég hefði allan daginn gert það sama. Myndi ekki nenna að eyða púðrinu í hugðarefni Heiðrúnar Lindar á laugardegi.

Hvar er Guðmundur?

Ekkert hefur heldur spurst til Guðmundar Ara í einhverja daga og vikur. Maður bara veit varla hvort hann sé lífs eða liðinn elsku kallinn. Hann á þetta víst til, að láta sig hverfa svona endrum og eins og svo sprettur hann allt í einu upp eins og páskaliljurnar á vorin, eins og ekkert hafi í skorist. Jóhann Páll orkumálamaður samdi náttúrulega einu sinni lag um þetta, þegar hann var verulega áhyggjufullur af Samfó-vini sínum. En hann er lifandi, ég sá það á Insta! Hann er bara á Úlfarsfelli!

Skortaflan ekki að vinna með Sigmundi Erni

Sigmundur Ernir hvarf einnig á braut um síðustu helgi og var vant við látinn við eitthvað allt annað en að ræða þessi blessuðu veiðigjöld. Hann tók sér sitt eigið góðviðrisfrí gegn lögum og tók þátt í opnunargolfmóti á Korpunni. Frétti að hann hafi verið með einn sérmerktan pela innanklæða… Það kannski skýrir skortöfluna og forgjöfina að einhverju leyti. Hann hefði sennilega geta skorað hærra hjá þjóðinni ef hann hefði bara kannski bara hunskast til að mæta í vinunna.

93. sæti af 105. sætum - Sigmundur Ernir Rúnarsson

Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, skrapar botninn í golfinu.
Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, skrapar botninn í golfinu. mbl.is/Eyþór
Tilkynningum um týnda þingmenn hafa aukist síðustu misseri.
Tilkynningum um týnda þingmenn hafa aukist síðustu misseri. Samsett mynd

Spegilmynd móður sinnar

Mömmur eru bestar og það staðfesti Þórdís Kolbrún á mæðradaginn þegar hún deildi fallegri kveðju til spegilmyndar sinnar; mömmu sinnar. Þá vitum við nákvæmlega hvernig Þórdís Kolbrún verður hún verður stór.

Mömmusammarinn

Hildur Sverris þjáist af sama „syndrome-i“ og flestar mömmur heimsins ef marka má mæðradagsfærsluna hennar. Hún er þjökuð af mömmusammara. Sjá þennan litla glókoll sem ætlar að knúsa mömmuna sína í gegnum imbakassann. Æ, elsku mömmuhjartað tekur kipp.

Mömmustrákurinn Jón Gnarr

Jón Gnarr heiðraði minningu látinnar móður sinnar í tilefni mæðradagsins. Hann er enn með símanúmerið hennar vistað í símanum sínum og gæfi sennilega mikið fyrir eitt símtal í viðbót. Skil hann vel. Eitt sinn mömmustrákur, ávallt mömmustrákur - en spámaður verður hann þó aldrei! Svo mikið er ljóst.

View this post on Instagram

A post shared by Jón Gnarr (@jongnarr)

Mæðra-Dagur B. Eggertsson

Mæðra-Dagur póstaði hrifnæmri mömmumynd á Insta sem hann tileinkaði móður sinni. Þessi mynd segir allt og meira en það. Mæðra-Dagur B. Eggertsson - fattaðirðu þennan? Góður.

Borgarstjórinn dillar sér við spegilinn

Heiða Björg heiðvirtasti borgari landsins sló ekki slöku við og deildi líka mynd af sinni mömmu. En svo er Heiða náttúrulega sjálf mamma og fékk nostalgíukast þegar dóttir hennar hélt karókípartí í vikunni. Að sjálfsögðu réði mamman þá ekkert við danssporin svo hún dillaði sér við spegilinn og deildi „múvinu“ á TikTok. Vúhú, mamma „cool“. „You got it girl!“

@heidahilmis Þegar unglingurinn heldur karokí partý og mamman fær nostalgíukast #mamman ♬ original sound - Heiða Björg

Sætar mæðgur

Það má með sönnu segja að Sönnu mamma sé mögnuð kona - ekki amalegt sköpunarverk sem hún Sanna er. Krúttlegar og glaðlegar mæðgur á góðri stundu.

Djey-Pí orkumálamaður 

En ókei, nóg komið af þessu mömmustönti. Orðið vel þreytt.

Jóhann Páll, Johnny Bravo, Djey-Pí eða hvað sem þið viljið kalla hann, var á faraldsfæti í vikunni og úthúðaði mönnum og mörgum yrir að versla sér góss af Shein og Temu. Ég meina Jesús, forræðishyggjan er að drepa þennann mann. Frakkinn sem Djey-Pí er í þarna er mjög líklega asískur.

Selfístöng handa sjálfukónginum

Pawel besti sjálfukóngur klikkaði ekki á því í vikunni og hefur tryggt sé sæti á lista þessarar yfirferðar um ókomna tíð. Þetta verður bara betra og betra en við þurfum kannski að fjárfesta í selfístöng handa honum. Gerum það fljótlega.

Vopnaður páskaungi á ferð

Inga Sæland er enn japlandi páskaeggjaleifum ef marka má Facecook-færslurnar hennar og masandi út úr sé einhverjar málshætti: "Jöfn byrgði brýtur engra bak" blablabla. Hún vill meina að þessi orð einkenni baráttu hennar og ríkisstjórnarinnar. Ég veit ekki einu sinni hvað þetta þýðir en ég veit ég hvað „farið hefur fé betra“ þýðir og svo veit ég líka hvað hjálmur og sleggja er sem sem páska-Inga segist ætla að vera vopnuð - pínu „scary“.

Kristrún og lopapeysan í Færeyjum

K-Frost heimsótti frændur okkar í Færeyjum á dögunum og „ownaði“ svæðið þar sem hún spókaði sig um í fallegri lopapeysu sem var kannski einu númeri og lítil en hún púllaði hana samt. Hún er alveg ótrúleg! Algert kraftaverkabarn - það segir Össur Skarphéðinsson alla vega.

Gamla góða nebbakonfektið

Togga Gunn og Viðreisnar-Gvari tóku smá flipp á Insta og afhjúpuðu sig bara alveg sjálf, alveg óvart. Þau vilja gamla góða ruddann á markað aftur! „Holy mother of jesus“ hvað það er furðuleg óskhyggja frá fólki eins og þeim. Þetta er allt eins, liðið hans Sveins.

Ingvar Þóroddsson, þú hefur ekki gott af þeim óþverra. Þú mátt byrja á því að taka til í herberginu þínu! Kveðja, mamma þín.

View this post on Instagram

A post shared by Viðreisn (@vidreisn)

Smelltu á spilarann hér að neðan til að nálgast nýjasta þátt Spursmála.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
OSZAR »