Eldurinn kviknaði vegna óflokkaðrar liþíum rafhlöðu

Tilkynning um eldinn barst kl. 15:15.
Tilkynning um eldinn barst kl. 15:15. Ljósmynd/Hafsteinn

Talið er að eldur á útisvæði Terra í Berghellu í Hafnarfirði í dag hafi kviknað vegna liþíum rafhlöðu sem lenti með óflokkuðum úrgangi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Terra. 

Tilkynning um eldinn barst kl. 15:15 og var starfsfólk Terra fljótt á vettvang. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins mætti kl. 15:32 og tókst að slökkva eldinn án frekari atvika.

Í tilkynningunni segir að liþíum rafhlöður geta verið sérstaklega hættulegar þegar þær eru ekki meðhöndlaðar á réttan hátt.

„Atvikið undirstrikar enn á ný mikilvægi þess að rafhlöður séu flokkaðar sérstaklega og aldrei settar með blönduðum úrgangi,“ segir í tilkynningunni og þakkar Terra slökkviliðinu fyrir skjót og fagleg viðbrögð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
OSZAR »