Upplifir frelsi í gegnum blúsformið

Pjetur Stefánsson er fjölhæfur listamaður og fagnar 40 ára útgáfuafmæli …
Pjetur Stefánsson er fjölhæfur listamaður og fagnar 40 ára útgáfuafmæli með nýrri plötu. mbl.is/Árni Sæberg

Tónlistar- og myndlistarmaðurinn Pjetur Stefánsson sendi nýlega frá sér 15 laga plötu með hljómsveitinni PS&CO, Í brennandi húsi, og er hún aðgengileg á Spotify. Allir textar eru eftir Pjetur en Pálmi Gunnarsson er meðhöfundur eins þeirra. Lögin eru eftir Pjetur en í þremur þeirra eru Tryggvi Hübner og Sigurður Bjóla samhöfundar hans. Pjetur hannaði myndina á plötuumslaginu, en á næsta ári verða 50 ár frá fyrstu einkasýningu hans.

„Svo eru 40 ár liðin frá útgáfu plötunnar Í léttum dúr. Eitt laga plötunnar, „Ung og rík“, náði miklum vinsældum og varð eitt þekktasta rokklag síðustu aldar og kosið eitt af 10 bestu rokklögum síðustu aldar hjá RÚV,“ rifjar hann upp og bætir við að sjálfsagt sé að fagna 40 ára útgáfuafmæli með útkomu nýrrar plötu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
OSZAR »