Ein á vaktinni og kemst ekki yfir allt

Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálparinnar, hefur gagnrýnt félagsmálaráðherra.
Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálparinnar, hefur gagnrýnt félagsmálaráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

„Þegar ég sá fram á að Flokkur fólksins færi í ríkisstjórn þá setti ég mig í samband við Ingu, við ræddum saman í þrígang og í framhaldi af því sendi ég henni umsókn,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður Fjölskylduhjálparinnar.

Hún hefur gagnrýnt félagsmálaráðherra fyrir að veita Fjölskylduhjálpinni ekki styrk og sér fram á að þurfa að loka. Inga Sæland upplýsti við Morgunblaðið í gær að Fjölskylduhjálpin hefði aldrei sótt um.

Spurð hvers vegna hún hafi ekki sótt um styrkinn á meðan umsóknarfrestur var enn í gildi segist Ásgerður einfaldlega ekki komast yfir allt sem þurfi að gera á skrifstofu Fjölskylduhjálparinnar. Hún hafi mikið á sinni könnu við það að halda starfseminni gangandi, og það hafi ekki skilað miklum árangri að leita eftir styrkjum frá hinu opinbera.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
OSZAR »