25,8°C hiti mældist á Egilsstaðaflugvelli klukkan 13:25 en hæsti hiti sem mælst hefur í maímánuði var áður 25,6°C. Það var á Vopnafirði 26. maí 1992. Frá þessu greinir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur á Facebook-síðu sinni.
„Það eru margir svona dagar eftir, samkvæmt spánni,“ sagði Sveinbjörn í samtali við blaðamann í dag.
Einar segir gott veður fram undan, sérstaklega á Austurlandi eða Norðurlandi. Á Möðruvöllum í Hörgárdal náði hitinn t.d. upp í 24°C í dag.