Inga Sæland mátti vita betur

Flokkur fólksins fékk ábendingu frá Skattinum árið 2023.
Flokkur fólksins fékk ábendingu frá Skattinum árið 2023. mbl.is/Árni Sæberg

Ríkisendurskoðandi sendi ábendingu til Flokks fólksins um að flokkurinn væri ekki skráður á stjórnmálasamtakaskrá Skattsins í nóvember 2023.

Þetta kemur fram í tölvupósti sem ríkisendurskoðandi sendi Hermanni Sæmundssyni ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins í janúar sl. í tengslum við framlög til stjórnmálaflokka úr ríkissjóði árið 2024.

Morgunblaðið greindi frá því í janúar sl. að flokkurinn uppfyllti ekki skilyrði laga um skráningu á stjórnmálasamtakaskrá til þess að hljóta opinbera styrki en hefði þrátt fyrir það fengið úthlutað alls 240 milljónum króna.

Í fyrsta viðtali blaðsins við Ingu gekkst hún við því að hafa vitað af „formgallanum“, eins og hún komst að orði. Í síðari viðtölum dró hún úr og sagðist ekki hafa vitað af „formgallanum“ fyrr en haustið 2024. Þá hefði þegar verið brugðist við og boðað til landsfundar sem frestaðist svo vegna þingkosninga.

Þær fullyrðingar koma ekki heim og saman við gögn málsins, en auk athugasemdar ríkisendurskoðanda fékk flokkurinn jafnframt sérstaka leiðbeiningu vegna skráningar á stjórnmálasamtakaskrá frá Skattinum snemma árs 2024.

Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra ákvað í febrúar sl. að krefja Flokk fólksins ekki um endurgreiðslu styrkja og byggði helst á því að flokkurinn hefði verið í góðri trú þegar hann þáði styrki í trássi við lög.

Þá ákvörðun tók ráðherra þrátt fyrir að hafa áður verið upplýstur um að ríkisendurskoðandi hefði gert fyrrgreinda athugasemd.

Nánari umfjöllun má finna í Morgunblaðinu í dag. Einnig má nálgast hana án endurgjalds í Mogganum, nýju appi Morgunblaðsins og mbl.is.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
OSZAR »