Hefndarleiðangur Þórðar Snæs?

Engar skýringar fást á því opinberlega af hverju stærstur hluti þingflokks Samfylkingar neitar með öllu að mæta á vettvang Spursmála. Staðfest er að framkvæmdastjóri þingflokksins leggst gegn því.

Þetta kemur fram í nýjasta þætti Spursmála.

Heimildir herma að framkvæmdastjórinn, Þórður Snær Júlíusson, hafi meira að segja hvatt þingmenn annarra flokka á þingi til að gera slíkt hið sama?

En er það lýðræðislegt eða málefnalegt?

Í fyrrnefndum þætti er þeirri spurningu varpað fram hvort viðtalið sem Þórður Snær mætti í á vettvangi Spursmála í nóvember síðastliðnum sé nú valdur að því að hann reyni að koma í veg fyrir opinskáa og eðlilega umræðu um mikilvægustu málefni líðandi stundar.

„Þessar elskur“

Í viðtalinu fyrrnefnda var upplýst í fyrsta sinn að Þórður Snær væri maðurinn á bak við Þýska stálið, blogg sem hann hélt úti þegar hann var á þrítugsaldri og lét gamminn geisa, ekki síst með afar niðrandi skrifum um konur.

Mál hans komst í hámæli fyrir nokkrum árum þegar Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan kærði hann til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands fyrir skrif í sinn garð.

Hver var Þýska stálið?

Þá lét Þórður að því liggja að hann væri alls ekki maðurinn sem haldið hefði um pennann undir dulnefninu.

En í nóvember fékkst það endanlega staðfest og þegar frekari skrif Þýska stálsins urðu opinber ákvað Þórður Snær að þiggja ekki sæti á Alþingi. Kristrún Frostadóttir taldi ákvörðunina rétta en gerði hann að framkvæmdastjóra þingflokks Samfylkingarinnar í staðinn.

Erfitt er að slá því föstu hvað veldur. En það er þó að minnsta kosti staðfest hverjar starfsaðferðirnar eru.

Nýjasta þátt Spursmála má sjá í heild sinni hér að neðan:

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
OSZAR »