Að minnsta kosti fjórir létust og 14 særðust í skotárás úr bíl fyrir utan næturklúbb í Chicago.
Lögreglan í Chicago greindi frá því að dökkur bíll ók fram hjá klúbbnum um klukkan 23:00 að staðartíma í gærkvöldi. Mennirnir inni í bílnum hófu svo skothríð á mannfjöldann sem stóð fyrir utan.
Talið er að fólkið hafi verið að yfirgefa næturklúbbinn eftir útgáfuteiti rapparans Mello Buckzz, samkvæmt CBS News.
Lögreglan sagði að bíllinn hefði flúið vettvang samstundis og að enginn hefði verið handtekinn.
Fórnarlömb skotárásarinnar voru flutt á sjúkrahús. Tveir karlmenn, 24 og 25 ára, og tvær konur, 26 og 27 ára, voru úrskurðuð látin á vettvangi.
Að minnsta kosti fjórir sem fluttir voru á sjúkrahús eru sagðir vera í lífshættulegu ástandi. Ekki hefur verið greint frá nöfnum fórnarlambanna.
Í kjölfar atburðarins sagði rapparinn Mello Buckzz að allt sem hún gæti gert væri að biðja til guðs.