Hæstiréttur Wisconsin-ríkis í Bandaríkjunum ógilti í dag þungunarrofsbann sem verið hefur í gildi í fylkinu síðan Hæstiréttur Bandaríkjanna snéri við ákvörðun sinni í máli Roe v. Wade.
Sótti bannið í Wisconsin stoð sína í lög frá árinu 1849 en samkvæmt þeim var aðeins heimilt að binda enda á meðgöngu ef líf eða heilsa móðurinnar var í hættu.
Voru t.a.m. barnung fórnarlömb nauðgana ekki undanskilin lögunum, en málið rataði til hæstaréttar fylkisins þegar héraðssaksóknarinn Joel Urmanski áfrýjaði niðurstöðu héraðsdómara í Dane sýslu.
Hafði dómstóllinn fært rök fyrir því að þungunarrofsbannið hefði í raun verið fellt úr gildi áður með öðrum reglugerðum um þungunarrof, þar á meðal lögum sem banna þungunarrof eftir 20. viku meðgöngu og lögum sem kveða á um 24 klukkustunda biðtíma fyrir þungunarrof.
Samkvæmt frétt The New York Times um málið kljást nú fleiri ríki kljást við sambærileg mál fyrir dómstólum en dómstóll í Arizona úrskurðaði t.d. fyrir skemmstu að lög sem sett voru áður enn Arizona varð að fylki, skyldu gilda.