Engir pride-fánar: Þingið ekki sirkustjald

Kanslarinn segir þingið ekki vera sirkustjald.
Kanslarinn segir þingið ekki vera sirkustjald. Samsett mynd/mbl.is/Eyþór/AFP

Friedrich Merz, kanslari Þýskalands, segir að pride-fánar verði ekki dregnir að húni við þýska þingið á meðan á hinsegin dögum stendur í Berlín. 

Julia Kloeckner, þingmaður Kristilegra demókrata og forseti þýska þingsins, tilkynnti fyrir skömmu að það kæmi ekki til greina að pride-fáninn yrði að húni við þýska þingið á meðan á hátíðinni stendur en í stjórnatíð Jafnaðarmannaflokksins frá 2022 til 2025 tíðkaðist það. 

Ákvörðun Kloeckner olli fjaðrafoki á meðal baráttusamtaka fyrir réttindum hinsegin fólks sem sögðu ákvörðunina vera tímaskekkju. Vinstri flokkurinn Die linke hefur einnig harðlega gagnrýnt ákvörðunina. 

Aðeins tveir fánar við þingið

Merz hefur nú hinsvegar komið flokksystur sinni til varnar.

„Þýska þingið er ekki sirkustjald þar sem hvaða fáni sem er getur verið dregin að húni. Það eru aðeins tveir fánar sem skulu vera sýnilegir við þingið okkar en það er þýski fáninn og fáni Evrópusambandsins,“ segir kanslarinn í viðtali við þýsku sjónvarpsstöðina ARD.

LSVD, stærstu baráttusamtök hinsegin fólks í Þýskalandi, hafa gefið út yfirlýsingu í kjölfar ummæla kanslarans. 

„Regnbogafáninn tilheyri ekki sirkus heldur er fáninn alþjóðlegt merki fjölbreytileika og mannréttinda. Við minnum kanslarann á það að nasistar brutu ítrekað á mannréttindum hinsegin fólks,“ segir í yfirlýsingunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
OSZAR »