Lögreglan í Ekvador handtók í morgun eiturlyfjabaróninn Adolfo Macías Villamar, en hann var efstur á lista þeirra eftirlýstu glæpamanna sem lögreglan þar í landi vildi góma.
Macías, betur þekktur undir viðurnefninu Fito, var leiðtogi Los Choneros. Gengið er talið hafa staðið fyrir morði á forsetaframbjóðendum Ekvadors fyrir um tveimur árum.
Lögregla kom að Fito í neðanjarðarbyrgi innan þriggja hæða einbýlishúss. Að sögn lögregluyfirvalda í Ekvador veitti Fito enga mótstöðu við handtökuna.
Ef Fito verður sakfelldur á hann yfir höfði sér lífstíðarfangelsi.
Fito hefur tvívegis strokið úr fangelsi áður, síðast fyrir rúmu ári. Í kjölfar síðari stroku Fito geisuðu innanlandsátök milli gengja í landinu.
Varð það til þess að stjórnvöld gripu til hertari aðgerða gegn eiturlyfjahringjum.