Rússland ógnar allri Evrópu

Fánaberar 45. skriðdrekastórfylkisins héldu hersýningu í gær að Merz Þýskalandskanslara …
Fánaberar 45. skriðdrekastórfylkisins héldu hersýningu í gær að Merz Þýskalandskanslara viðstöddum. AFP/Petras Malukas

Friedrich Merz Þýskalandskanslari sagði í gær að Rússland væri ógn við öryggi allra Evrópuríkja og að Þjóðverjar væru staðráðnir í að verja bandamenn sína.

Ummæli Merz féllu í Vilníus, höfuðborg Litáen, en þar var haldin sérstök athöfn til þess að setja formlega á fót fyrstu herstöð þýska hersins utan landamæra Þýskalands frá árinu 1945.

Þar verður nú 45. skriðdrekastórfylki þýska hersins staðsett, en það mun telja um 4.800 hermenn undir vopnum og um 200 borgaralega starfsmenn þýska hersins þegar það hefur náð fullum styrk árið 2027. Nú þegar eru um 400 þýskir hermenn í landinu til þess að undirbúa jarðveginn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
OSZAR »