Hitamet maímánaðar slegið

Fátt er mikilvægara heldur en að drekka nóg af vatni …
Fátt er mikilvægara heldur en að drekka nóg af vatni í hitabylgjum. AFP/Joe Raedle

Hitamet maímánaðar á heimsvísu var slegið í dag er hiti mældist 50,4°C í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Fyrra hitamet maímánaðar er frá árinu 2009 en það var einnig sett í Abu Dhabi, hiti mældist þá 50,2°C.

Þess má geta að hitamet maímánaðar hérlendis var slegið fyrir rúmri viku síðan er hiti mældist 25,8°C á Egilsstaðaflugvelli.

Samkvæmt skýrslu Green Peace frá 2022 stafar Mið-Austurlöndum mesta hættan af völdum loftslagsbreytinga í heiminum. Varað hefur verið við því að fæðuöryggi gæti verið í hættu á svæðinu af þeim sökum.

Hæsti hiti sem mælst hefur frá upphafi mælingar mældist í júlímánuði árið 1913, hiti mældist þá 56,7°C í Dauðadalnum í Kaliforníuríki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
OSZAR »