Rúmlega 50 þúsund manns hafa orðið strandaglópar í austurhluta Ástralíu vegna mikilla flóða á svæðinu og rigninga.
Ár hafa flætt yfir vegi og hafa tvær manneskjur látist á síðustu tveimur dögum í hamförunum.
Íbúum hefur verið bjargað með aðstoð þyrlu ofan af húsþökum sínum eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði frá AFP-fréttastofunni.