Tveir látnir eftir að seglskip sigldi á Brooklyn-brúna

Frá vettvangi.
Frá vettvangi. APF/Stephanie Keith

Tveir létust og nítján slösuðust þegar skipi mexíkóska sjóhersins var siglt á Brooklyn-brúna í New York í Bandaríkjunum. Slysið varð seint í gær að staðartíma. Skipið var á leið til Íslands. 

227 manns voru um borð í skipinu. Af þeim nítján sem eru slasaðir eru tveir í lífshættu. 

Eric Adams, borgarstjóri New York, greinir frá þessu á samfélagsmiðlinum X.

Tveir eru í lífshættu.
Tveir eru í lífshættu. AFP/Angela Weiss

Í færslu sinni á X þakkar Adams viðbragðsaðilum fyrir skjót viðbrögð. Hann segir að brúin hafi ekki orðið fyrir skemmdum.

Skipið missti afl um klukkan 20:20 að staðartíma og neyddist skipstjórinn til að stefna skipinu Brooklyn-brúnni.

Skipið lagði úr höfn frá mexíkósku borginni Acapulco 6. apríl. Ferðinni átti að ljúka á Ísland, og var skipið á leið til Íslands þegar það lagði af stað frá New York í gær. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
OSZAR »