Tveir létust og nítján slösuðust þegar skipi mexíkóska sjóhersins var siglt á Brooklyn-brúna í New York í Bandaríkjunum. Slysið varð seint í gær að staðartíma. Skipið var á leið til Íslands.
227 manns voru um borð í skipinu. Af þeim nítján sem eru slasaðir eru tveir í lífshættu.
Eric Adams, borgarstjóri New York, greinir frá þessu á samfélagsmiðlinum X.
Í færslu sinni á X þakkar Adams viðbragðsaðilum fyrir skjót viðbrögð. Hann segir að brúin hafi ekki orðið fyrir skemmdum.
Skipið missti afl um klukkan 20:20 að staðartíma og neyddist skipstjórinn til að stefna skipinu Brooklyn-brúnni.
Skipið lagði úr höfn frá mexíkósku borginni Acapulco 6. apríl. Ferðinni átti að ljúka á Ísland, og var skipið á leið til Íslands þegar það lagði af stað frá New York í gær.
Earlier tonight, the Mexican Navy tall ship Cuauhtémoc lost power and crashed into the Brooklyn Bridge.
— Mayor Eric Adams (@NYCMayor) May 18, 2025
At this time, of the 277 on board, 19 sustained injuries, 2 of which remain in critical condition, and 2 more have sadly passed away from their injuries. pic.twitter.com/mlaCX0X8Mh