21 sagður hafa látið lífið í ofsaveðri

Nokkrar tilkynningar hafa borist um hvirfilbyli í níu ríkjum Bandaríkjanna …
Nokkrar tilkynningar hafa borist um hvirfilbyli í níu ríkjum Bandaríkjanna síðustu daga. Mynd úr safni Wikipedia

Að minnsta kosti 21 manns hefur látið lífið eftir ofsaveður sem gekk yfir Missouri og Kentucky í Bandaríkjunum í gær. 

Fjórtán manns eru sagðir hafa látið lífið í Kentucky og sjö í Missouri. 

Ofsaveður hefur verið á svæðinu síðan á fimmtudag og hafa mörg heimili verið án rafmagns um tíma.  Veðurstofa Bandaríkjanna hefur gefið út veðurviðvaranir um hvirfilbyl og ofsaveður fyrir bæði Kentucky og Missouri. 

Spáð er áframhaldandi óveðri um helgina á svæðinu. Hvirfilbylur hefur náð níu ríkjum Bandaríkjanna frá því á fimmtudag en flestar tilkynningar um hvirfilbyl og vindskemmdir hafa verið í Illinois. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
OSZAR »