Nýtt þyngdarstjórnunarlyf sagt skáka Wegovy

Líkamsþyngd notenda Zepbound minnkaði um 20,2% og mittismál að meðaltali …
Líkamsþyngd notenda Zepbound minnkaði um 20,2% og mittismál að meðaltali um 18,4 cm. mbl.is/Thinkstock.com

Zepbound, nýtt þyngdarstjórnunarlyf bandaríska lyfjafyrirtækisins Eli Lilly, virðist nú hafa tekið fram úr sambærilegum lyfjum á borð við Wegovy ef marka má nýja klíníska samanburðarransókn sem gerð var á lyfjunum tveimur.

Rannsóknin var framkvæmd af vísindamönnum við Cornell-háskóla í Bandaríkjunum og voru niðurstöður hennar birtar í The New England Journal of Medicine. Samkvæmt henni jókst þyngdartap töluvert hjá notendum Zepbound. Minnkaði líkamsþyngs notenda þess því um 20,2% auk þess sem mittismál þeirra minnkaði að meðaltali um 18,4 cm. Til samanburðar losnuðu notendur Wegovy aðeins við 13% líkamsþyndgar og mittismál minnkaði um 13 cm.

Líkt og önnur þyngdarstjórnunarlyf virðist Zepbound einnig vera öflugt á öðrum vígsstöðum, en blóðsykurs og kólestrolmagn þáttakenda minnkaði sömuleiðis umtalsvert, að því er fram kemur í rannsókninni.

Ólík virkni lyfjanna tveggja

Haft er eftir Dr. Louis Aronne, yfrimanni rannsóknarinnar, að rekja megi þennan mikla árangur lyfsins til nýrrar tækni en ásamt því að virkja viðtakara fyrir glúkagonpeptíð í þörmum líkt og Wegovy gerir, virkjar Zepbound einnig viðtakara fyrir svokallað glúkósaháð insúlínpeptíð.

Með samblöndun þessara þátta náist því með enn öflugra móti að minnka hungurtilfinningu, lækka blóðsykur og hafa áhrif á efnaskipti fitufrumna líkt og rannsóknin ber vitni um. 

Frekari rannsóknir standa nú yfir á lyfinu en vísbendingar eru um að það geti einnig dregið úr hættu á hjarta og æðasjúkdómum, s.s. hjartaáfalli og heilablóðfalli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
OSZAR »