Gerð nýrrar auglýsingar vekur reiði Grikkja

Fyrirtækið vinnur við gerð auglýsingar í Grikklandi.
Fyrirtækið vinnur við gerð auglýsingar í Grikklandi. Samsett mynd/AFP/Christof Stache/Louisa Gouliamaki

Gerð nýrrar auglýsingar þýska fyrirtækisins Adidas hefur vakið úlfúð í Grikklandi. Stjórnvöld í Grikklandi hafa höfðað mál gegn fyrirtækinu vegna meintra brota á lögum um verndun fornminja. 

Adidas vinnur nú að gerð nýrrar auglýsingar fyrir nýjan íþróttaskó. Á myndum á samfélagsmiðlum frá í gær má sjá að fyrirtækið hafi notað lýsta dróna sem mynduðu íþróttaskó yfir Akrópólis í Aþenu við gerð auglýsingarinnar.

Að mati menningarmálaráðherra landsins fer slíkt gegn lögum landsins þar sem Akrópólis hafi verið notað í viðskiptalegum tilgangi auk þess sem ekki hafi verið óskað eftir leyfi ráðuneytisins. Þetta hefur einnig vakið mikla reiði á meðal almennings í Grikklandi sem telja fyrirtækið sýna Akrópólis vanvirðingu með þessu.  

„Þetta er eins og Adidas-skórinn sé að sparka í Akrópólis. Mál hefur þegar verið höfðað gegn öllum ábyrgðaraðilum,“ sagði Lina Mendoni, menningarmálaráðherra Grikklands. 

Menningarmálaráðuneytið rannsakar nú hvort leyfisferli fyrir flugdróna hefði verið fylgt við gerð auglýsingarinnar. 

Hér að neðan má sjá lýsta skóinn yfir Akrópólis. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka
OSZAR »