Frakka vilja „kæfa“ efnahag Rússlands

Utanríkisráðherra Frakklands, Jean-Noël Barrot. AFP/ Thomas Traasdahl / Ritzau Scanpix
Utanríkisráðherra Frakklands, Jean-Noël Barrot. AFP/ Thomas Traasdahl / Ritzau Scanpix AFP

Evrópa og Bandaríkin verða að standa saman í því að „kæfa“ efnahag Rússlands. Þetta sagði utanríkisráðherra Frakklands, Jean-Noël Barrot, í samtali við frönsku sjónvarpsstöðina BFMTV í dag.

Frakkar kalla eftir því að Vesturlönd beiti efnahagsþvingunum. Það auki þrýsting á Vladmír Pútín Rússlandsforseta til að binda endi á innráð Rússa í Úkraínu.

Evrópusambandið samþykkti í dag nýtt samkomulag um efnahagsþvinganir gegn Rússum. Barrot benti á að fyrri aðgerðir hefðu ekki borið árangur. Því þyrfti að ganga enn lengra. Hann hefur lýst því yfir að hann ætli að hitta Lindsey Graham, öldungardeildarþingmann í Bandaríkjunum, í Tyrklandi á morgun til að ræða málið frekar.

Þar verður Selenskí staddur til að ræða frið í Úkraínu við ráðamenn í Evrópu, Bandaríkjunum og Rússlandi. Enn er óvíst hvort Pútin eða Donald Trump, Bandaríkjaforseti, mæti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
OSZAR »