Segist tilbúinn í hlutlausa rannsókn

Óttast er að spennan á milli Indlands og Pakistan muni …
Óttast er að spennan á milli Indlands og Pakistan muni stigmagnast. AFP/Asif Hassan

Shehbaz Sharif, forsætisráðherra Pakistan, segist vera tilbúinn í hlutlausa rannsókn á mannskæðri skotárás sem átti sér stað í Pahalgam, vinsælu ferðamannasvæði í suðausturhluta Kasmír-héraðs, á þriðjudag. Svæðið lýtur indverskri stjórn, en norðurhlutinn tilheyrir hins vegar Pakistan. 

26 ferðamenn létust árásinni sem er sú mannskæðasta í Kasmír-héraði í aldarfjórðung. Um var að ræða indverska ferðamenn, fyrir utan einn Nepala.

Spenna á milli Ind­lands og Pak­ist­an hef­ur auk­ist hratt í kjöl­far árásarinnar en stjórnvöld á Indlandi segja Pakistan bera ábyrgð á henni og hafa meðal annars fyr­ir­skipað öll­um pakistönsk­um rík­is­borg­ur­um að yf­ir­gefa landið fyr­ir 29. apríl.

Ótt­ast er að spenn­an muni stig­magn­ast og leiða til hernaðarátaka á milli ríkj­anna.

Sharif, forsætisráðherra Pakistan, segir að herinn sé í viðbragðsstöðu og tilbúinn að verja fullveldi landsins, gerist þess þörf.

Lög­regl­an hef­ur sagt að tveir árás­ar­menn­irn­ir séu pak­ist­ansk­ir rík­is­borg­arar og liðsmenn sam­tak­anna Lashk­ar-e-Taiba (LeT), sem eiga ræt­ur sín­ar að rekja til Pak­ist­ans.

Þó hafa önn­ur hryðju­verka­sam­tök, And­spyrnu­fylk­ing­in (The Res­ist­ance Front), TRF, lýst ábyrgð á árás­inni. Eru þau sam­tök tal­in vera af­sprengi LeT.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
OSZAR »