Eiginkonan ekki á bak við fjölskylduerjurnar

Brooklyn Beckham og Nicola Peltz hafa fjarlægst Beckham fjölskylduna.
Brooklyn Beckham og Nicola Peltz hafa fjarlægst Beckham fjölskylduna. AFP

Samband Brooklyn Beckham við fjölskyldu sína hefur verið heldur stirt undanfarið. Margir telja ástæðu þess vera erfitt samband Nicolu Peltz, eiginkonu hans, og Victoriu Beckham, móður hans.

Í vikunni birti Peltz myndir af fjölskyldu sinni og Beckham fagna afmæli föður hennar. Þetta vakti athygli þar sem Beckham mætti ekki í neina af afmælisfögnuðum föður síns í vor.

Þar að auki sendi Beckham tengadaföður sínum afmæliskveðju á samfélagsmiðlum. Það gerði hann ekki á afmælum foreldra sinna sem þótti skrýtið þar sem fjölskyldan er þekkt fyrir að hylla hvert annað á samfélagsmiðlum.

Maðurinn er fullorðinn

Nicola Peltz sendi skilaboð um að hún væri ekki á bak við fjölskylduerjurnar þegar hún lækaði athugasemd á Instagram sem bendir á að Beckham taki sínar eigin ákvarðanir. 

„Það er fáránlegt að fólk skuli tala um að einhver stjórni fullorðnum manni í þessum athugasemdum. Maðurinn er fullorðinn og getur tekið sínar eigin ákvarðanir, látið þau í friði og hættið að kenna konum um allt,“ segir athugasemdin.

Kenningar um að Brooklyn Beckham fjarlægist fjölskyldu sína vegna ósættis við yngri bróður sinn Romeo eru einnig á kreiki en Romeo byrjaði á síðasta ári með Kim Turnbull sem Brooklyn á að hafa slegið sér upp með á unglingsárunum. Romeo Beckham og Kim Turnbull héldu hvort í sína áttina í júní.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Orkan er hreyfanleg og spennandi. Dagurinn hvetur til þess að brjóta upp vana og prófa eitthvað nýtt. Sjálfsöryggi eykst þegar þú mætir óvissunni með opnum huga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Eva Björg Ægisdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Anna Rún Frímannsd´óttir
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Arnaldur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Orkan er hreyfanleg og spennandi. Dagurinn hvetur til þess að brjóta upp vana og prófa eitthvað nýtt. Sjálfsöryggi eykst þegar þú mætir óvissunni með opnum huga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Eva Björg Ægisdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Anna Rún Frímannsd´óttir
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Arnaldur Indriðason
OSZAR »