Tónlistamaðurinn Harry Styles spókar sig í góðra vina hópi á Glastunbury-hátíðinni. Athygli vakti þó þegar sást til hans kyssa dularfulla konu.
Harry Styles og konan virtust mjög náin þegar til þeirra sást á VIP-svæði hátíðarinnar. Í myndskeiði sem breski miðillinn The Sun fékk í hendurnar sjást þau kyssast og dansa á dansgólfinu.
„Harry tók ekki augun af konunni og neistar flugu þegar þau voru saman,“ er haft eftir sjónarvotti í frétt Daily mail. Þá segir sjónarvotturinn að litið hafi út fyrir að parið hafi þekkst í einhvern tíma, þau hafi verið mjög vinaleg.
Harry Styles var síðast bendlaður við kanadísku leik- og kvikmyndagerðarkonuna Taylor Russel en þau eru sögð hafa hætt saman fyrir rúmu ári síðan. Þar áður sást til hans kyssa módelið Emily Ratajkowski í Tokyo.