Suðurafríska leikkonan Charlize Theron var ekki ýkja hrifin af 50 milljón dollara brúðkaupi auðkýfingsins Jeff Bezos og Lauren Sánchez. Brúðkaupið, sem samanstóð af þriggja daga veisluhöldum, fór fram í Feneyjum í liðinni viku.
Theron var gestgjafi fimmtu Block Party-samkomunnar sem haldin er af góðgerðarsamtökum leikkonunnar: Charlize Theron Outreach Project.
„Ég held við séum þau einu sem ekki var boðið í brúðkaup Bezos,“ sagði leikkonan í ræðu sinni á viðburðinum. „En það er allt í lagi, þau eru ömurleg og við erum svöl,“ bætti Theron við í léttari tón.
Síðar í ræðu sinni sagði Theron: „Hér í Los Angeles, í Bandaríkjunum og um víða veröld, fer okkur aftur á miklum hraða. Innflytjendastefna hefur eyðilagt líf fjölskyldna, ekki glæpamanna; réttindi kvenna verða minni og minni dag hvern, líf samkynhneigðra og transfólks er þurrkað út, og kynbundið ofbeldi eykst. Þetta er ekki aðeins stefna, þetta er persónulegt.“
Theron hlaut mikið lófatak fyrir og bætti svo við: „Já, fari þau til fjandans.“
Leikkonan var ekki á gestalista Bezos og Sánchez en hins vegar var fjöldinn allur af ríku og frægu fólki á listanum sem flykktist til Feneyja til að vera viðstaddur brúðkaupið, í óþökk íbúa borgarinnar.
Hér má sjá nokkrar myndir úr brúðkaupinu: