„Þau eru ömurleg og við erum svöl“

Suður-afríska leikkonan Charlize Theron lét í sér heyra varðandi brúðkaup …
Suður-afríska leikkonan Charlize Theron lét í sér heyra varðandi brúðkaup Bezos og Sánchez. Unique Nicole / AFP

Suðurafríska leikkonan Charlize Theron var ekki ýkja hrifin af 50 milljón dollara brúðkaupi auðkýfingsins Jeff Bezos og Lauren Sánchez. Brúðkaupið, sem samanstóð af þriggja daga veisluhöldum, fór fram í Feneyjum í liðinni viku.

Theron var gestgjafi fimmtu Block Party-samkomunnar sem haldin er af góðgerðarsamtökum leikkonunnar: Charlize Theron Outreach Project

„Ég held við séum þau einu sem ekki var boðið í brúðkaup Bezos,“ sagði leikkonan í ræðu sinni á viðburðinum. „En það er allt í lagi, þau eru ömurleg og við erum svöl,“ bætti Theron við í léttari tón.

Síðar í ræðu sinni sagði Theron: „Hér í Los Angeles, í Bandaríkjunum og um víða veröld, fer okkur aftur á miklum hraða. Innflytjendastefna hefur eyðilagt líf fjölskyldna, ekki glæpamanna; réttindi kvenna verða minni og minni dag hvern, líf samkynhneigðra og transfólks er þurrkað út, og kynbundið ofbeldi eykst. Þetta er ekki aðeins stefna, þetta er persónulegt.“

Theron hlaut mikið lófatak fyrir og bætti svo við: „Já, fari þau til fjandans.“

Leikkonan var ekki á gestalista Bezos og Sánchez en hins vegar var fjöldinn allur af ríku og frægu fólki á listanum sem flykktist til Feneyja til að vera viðstaddur brúðkaupið, í óþökk íbúa borgarinnar.

Hér má sjá nokkrar myndir úr brúðkaupinu:

Stofnandi Amazon Jeff Bezos og spúsa hans Lauren Sánchez Bezos.
Stofnandi Amazon Jeff Bezos og spúsa hans Lauren Sánchez Bezos. Marco BERTORELLO / AFP
Bandaríska ofurmódelið og Kardashian-systirin Kendall Jenner, ásamt móður sinni Kris …
Bandaríska ofurmódelið og Kardashian-systirin Kendall Jenner, ásamt móður sinni Kris Jenner og systur Kylie Jenner. Stefano Rellandini / AFP
Bandaríska ofurmódelið Brooks Nader.
Bandaríska ofurmódelið Brooks Nader. Stefano Rellandini / AFP
Mótmælendur hengja stóran borða með orðunum „ekkert pláss fyrir Bezos,“ …
Mótmælendur hengja stóran borða með orðunum „ekkert pláss fyrir Bezos,“ á Rialto-brúna daginn eftir athöfnina. ANDREA PATTARO / AFP
Bandaríski söngvarinn Usher og eiginkona hans Jennifer Goicoechea.
Bandaríski söngvarinn Usher og eiginkona hans Jennifer Goicoechea. Stefano Rellandini / AFP
Raunveruleikaþáttastjörnurnar Kim og Khloe Kardashian
Raunveruleikaþáttastjörnurnar Kim og Khloe Kardashian ANDREA PATTARO / AFP
Lisa Bezos og Mark Bezos (til hægri), hálfbróðir Jeff Bezos.
Lisa Bezos og Mark Bezos (til hægri), hálfbróðir Jeff Bezos. Stefano Rellandini / AFP
Bandaríska blaðakonan Gayle King og sjónvarpsþáttastjórnandinn Oprah Winfrey.
Bandaríska blaðakonan Gayle King og sjónvarpsþáttastjórnandinn Oprah Winfrey. ANDREA PATTARO / AFP
Breska söngkonan og lagahöfundurinn Ellie Goulding.
Breska söngkonan og lagahöfundurinn Ellie Goulding. Marco BERTORELLO / AFP
Bandaríski umboðsmaðurinn Corey Gamble og viðskiptakonan Kris Jenner.
Bandaríski umboðsmaðurinn Corey Gamble og viðskiptakonan Kris Jenner. Stefano Rellandini / AFP
Bandaríski umboðsmaðurinn Ari Emanuel og eiginkona hans, hönnuðurinn Sarah Staudinger.
Bandaríski umboðsmaðurinn Ari Emanuel og eiginkona hans, hönnuðurinn Sarah Staudinger. Marco BERTORELLO / AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Líkamleg virkni hressir hugann. Leitaðu jafnvægis milli líkama og hugar. Eftir líkamlega útrás kemur hugleiðsla eða ró sem umbreytir öllu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Eva Björg Ægisdóttir
2
Steindór Ívarsson
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Arnaldur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Líkamleg virkni hressir hugann. Leitaðu jafnvægis milli líkama og hugar. Eftir líkamlega útrás kemur hugleiðsla eða ró sem umbreytir öllu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Eva Björg Ægisdóttir
2
Steindór Ívarsson
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Arnaldur Indriðason
OSZAR »