Toni Laites er fyrsti keppandinn frá Bandaríkjunum sem tekur þátt í breska Love Island. Samkvæmt heimildum mbl.is á hin bandaríska Toni íslenska stjúpsystur sem er með lögheimili í Reykjanesbæ.
Þetta er í fyrsta sinn sem keppandi í Love Island er með tengingu við Ísland. Þættirnir eru gríðarlega vinsælir og eru margir af helstu áhrifavöldum Bretlands fyrri keppendur í Love Island.
Toni var á Íslandi í desember árið 2024 og fór meðal annars í Sky Lagoon.
Love Island hóf göngu sína árið 2015 í Bretlandi en þættirnir hafa einnig verið framleiddir í Ástralíu og Bandaríkjunum og hafa notið mikilla vinsælda.