Krefjast 19 milljóna vegna ólöglegra myndbirtinga

Jennifer Lopez hefur verið kærð vegna ólöglegra myndbirtinga.
Jennifer Lopez hefur verið kærð vegna ólöglegra myndbirtinga. Ljósmynd/AFP

Tveir ljósmyndarar hafa höfðað mál gegn Jennifer Lopez fyrir að hafa birt mynd af sér án þess að hafa fengið leyfi frá ljósmyndurunum eða umboðsskrifstofum þeirra fyrir myndbirtingunni. Krefjast þeir 19 milljóna íslenskra króna fyrir hverja mynd sem söngkonan birti án leyfis.

Lopez birti tvær myndir sem eru í eigu Edwin Blanco ljósmyndara og heldur hann því fram að Lopez hafi með myndbirtingunni verið að auka gróða sinn og fylgi á meðal aðdáenda. 

Í málsókninni segir meðal annars: „Óheimil notkun frú Lopez á myndunum er viðskiptalegs eðlis og ætluð til sjálfskynningar. Til dæmis notaði frú Lopez myndirnar til að vekja athygli á hönnuði fatar síns og skartgripa og nýtti sér þannig umfjöllunina frá viðburðinum til að kynna tískutengsl sín og vörumerkjasamstarfs,“ en ein af þeim myndum sem Lopez birti var af rauða dreglinum á leiðinni í Vanity Fair-partýið fyrir Golden Globe-hátíðina. 

Segir jafnframt í málsókninni að Blanco hafi sett sig í samband við aðstoðarmann Lopez til að komast að samkomulagi um greiðslu en að Lopez hafi ekki skrifað undir samkomulagið. 

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Lopez lendir í sambærilegum málaferlum en árið 2019 og 2020 var hún kærð fyrir að deila myndum sem voru í eigu annarra. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er rangt að telja að allt viðgangist bara ef það kemst ekki upp. Láttu engan hafa af þér það sem þú hefur unnið þér inn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
2
Torill Thorup
3
Lotta Luxenburg
5
Satu Rämö
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er rangt að telja að allt viðgangist bara ef það kemst ekki upp. Láttu engan hafa af þér það sem þú hefur unnið þér inn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
2
Torill Thorup
3
Lotta Luxenburg
5
Satu Rämö
OSZAR »