Áslaug og Sacha leigja út hús á einkaeyjunni

Áslaug hefur notið lífsins á Svefneyjum með fjölskyldunni á sumrin.
Áslaug hefur notið lífsins á Svefneyjum með fjölskyldunni á sumrin. Samsett mynd

Áslaug Magnúsdóttir frumkvöðull og kaupsýslukona og unnusti hennar Sacha Tueni, leigja út lítið hús í Svefneyjum á Breiðafirði. Húsið er auglýst til leigu á vefsíðunni AirBnb

Sacha keypti eyjarnar árið 2021 og hafa notið lífsins í hægum takti þar á sumrin. Nú ætla þau að leyfa öðrum að njóta sín í nýuppgerðu húsi. 

„Tíminn stendur í stað í Svefneyjum sem eru umkringdar fjöllum og jöklum. Á sumrin fljúga þúsundir lunda og yfir þrjátíu og sex fuglategundir um himininn á meðan hvalir og höfrungar synda hjá. Eyjarnar eru í aðeins fimmtán mínútna bátaferð frá Flatey,“ segir í lýsingunni um húsið. 

Húsið sem auglýst er til leigu er hlýlegt og er staðsett á aðaleyjunni. Húsið rúmar fimm manns í þremur svefnherbergjum. Húsið er innréttað á stílhreinan hátt.

Sacha hef­ur starfað í tækni­geir­an­um í Banda­ríkj­un­um, meðal ann­ars hjá Face­book. Áslaug er frumkvöðull í heimi tískunnar en hún er stofnandi tískumerkisins Kötlu og fyrrverandi forstjóri Moda Operandi.

Húsið er innréttað á stílhreinan og hlýlegan hátt.
Húsið er innréttað á stílhreinan og hlýlegan hátt. Skjáskot/AirBnb
Svartur SMEG-ísskápur stendur í eldhúsinu.
Svartur SMEG-ísskápur stendur í eldhúsinu. Skjáskot/AirBnb
Útsýnið er dásamlegt úr húsinu.
Útsýnið er dásamlegt úr húsinu. Skjáskot/AirBnb
Eitt svefnherbergjanna.
Eitt svefnherbergjanna. Skjáskot/AirBnb
Heitur pottur og draumur.
Heitur pottur og draumur. Skjáskot/AirBnb
Húsið er staðsett á aðaleyjunni.
Húsið er staðsett á aðaleyjunni. Skjáskot/AirBnb
Á eyjunni er margt að gera.
Á eyjunni er margt að gera. Skjáskot/AirBnb
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
OSZAR »