Þetta eru dýrustu einkaflugvélar heims

Þau vita hvað er að ferðast með lúxus. F.v. Donald …
Þau vita hvað er að ferðast með lúxus. F.v. Donald Trump, Kim Kardashian, Tom Cruise og Jeff Bezos Samsett mynd/Alex Wroblewski/Angela WEISS /Jung Yeon-je/Michael Tran

Að ferðast er ekki sama og ferðast. Að minnsta kosti þekkja auðjöfrar heimsins hvað er að ferðast með alvöru lúxus. Þegar kemur að virði einkaþotna elítunnar komast fáir með tærnar þar sem Bandaríkjaforseti Donald Trump hefur hælana, en konungsfjölskyldan í Qatar bauð honum nýja lúxuseinkaþotu af tegundinni Boeing 747-8 og hyggst hann þiggja hana.

Einkaþotan er metin á 400 milljónir dala eða 53 milljarða króna og segist forsetinn ætla að nýta hana til persónulegra nota eftir að hann yfirgefur Hvíta húsið, en hann hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir úr röðum demókrata.

Jeff Bezos ásamt eiginkonu sinni, höfundinum Lauren Sanchez. Einkaþotan hans …
Jeff Bezos ásamt eiginkonu sinni, höfundinum Lauren Sanchez. Einkaþotan hans er metin á 10,6 milljarða króna. Michael Tran / AFP

Leikarinn Harrison Ford er þekktur fyrir áhuga sinn á flugvélum og á að minnsta kosti átta vélar. Þá flýgur hann einni vélanna sjálfur en það er tveggja véla Cessna Citation Sovereign 680. Samkvæmt GQ er hún metin á 18 milljónir dala eða um tvo milljarða króna.

Stofnandi vefverslunarinnar Amazon, Jeff Bezos, er sagður eiga Gulfstream G700 sem er ein mesta lúxusþotan á markaðnum. Virði þotunnar eru um 80 milljónir dala eða 10,6 milljarðar króna og henni er skipt í fimm rými. Eitt af þeim er svíta með baðherbergi og sturtu. Einkaþota Bezos getur ferjað allt að 19 farþega og svefnpláss eru fyrir tíu manns.

Raunveruleikaþáttastjarnan Kim Kardashian á sérsmíðaða Gulfstream G650R einkaþotu sem er metin á 150 milljónir dala eða tæpa 20 milljarða króna, en ástæðan ku vera sú að Kardashian lét innrétta hana eftir sínu eigin höfði. Í þotunni eru svefnpláss fyrir allt að tíu manns og innréttingarnar eru úr kasmír, hvítum og kremuðum litum.

Innan úr lúxusþotu.
Innan úr lúxusþotu. Yaroslav Muzychenko/Unsplash

Lúxussetustofa, sjónvarpsherbergi og heitur pottur

Oprah Winfrey, þáttastjórnandi vinsælu spjallþáttanna The Oprah Winfrey Show (1986-2011), á Gulfstream 650 einkaþotu sem metin er á 8,6 milljarða króna. Áður átti hún Bombardier Global Express-þotu og Gulfstream G550. Ástæðan fyrir svo dýrum fararmáta segir Winfrey vera vegna konu sem eitt sinn kom upp að henni og faðmaði hana þegar hún var í almenningsflugi.

Tónlistarparið Beyoncé Knowles og Jay-Z eiga Bombardier Global 7500 einkaþotu sem rúmar 19 farþega. Áætlað er að þotan hafi kostað tæpa tíu milljarða króna og í henni er m.a. hjónaherbergi og stofa með sjónvarpi.

Tom Cruise í kvikmyndinni Top Gun.
Tom Cruise í kvikmyndinni Top Gun. Skjáskot/Youtube

Það er kannski engin furða að leikarinn Tom Cruise, sem lék ógleymanlega í kvikmyndunum Top Gun, eigi einkaþotu en sú er af gerðinni Gulfstream IV. Áætlaður kostnaður þotunnar er 20 milljónir dala eða 2,6 milljarðar króna. Þar er sjónvarpsherbergi og heitur pottur og ýmislegt annað til huggulegheita eins og örbylgjuofn, ofn, kaffivél og ísskápur.

Kanadíski rapparinn Drake á einkaþotu af gerðinni Boeing 767 sem hann nefndi „Air Drake“. Áætlað er að vélin hafi kostað 185 milljónir dala eða 24,5 milljarða króna. Innanborðs er t.d. lúxussetustofa og svefnherbergi. Vélin þekkist vel að utanverðu í fagurbláum lit með hvítum skýjabólstrum.

Daily Mail

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
OSZAR »