Fallegt og minimalískt hús við sjóinn steinsnar frá borginni Split er auglýst til leigu á vefsíðunni AirBnb. Split í Króatíu hefur verið vinsæll áfangastaður þar sem sjórinn þykir himneskur og verðmiðinn lægri en gengur og gerist á Ítalíu til dæmis.
Húsið rúmar þrjá gesti í einu svefnherbergi og svefnsófa. Útsýnið frá svölunum er yfir sjóinn og það er svo gott að það er beinlínis hægt að stinga sér úr bakgarðinum. Eigandi hússins mælir með að vera með bílaleigubíl til að geta skoðað sig um.