Á laugardag efnir bílaumboðið Askja til frumsýningar á nýjum og alrafmögnuðum Smart #5.
Í tilkynningu kemur fram að um sé að ræða stærsta og fjölhæfasta Smart-bílinn til þessa en bifreiðin er fjórhjóladrifin og þykir falla vel að íslenskum aðstæðum.
Komast má 540 km á einni hleðslu, og þökk sé 800 V hraðhleðslu tekur ekki nema 18 mínútur að fylla á rafhlöðuna úr 10% í 80%. Ekki vantar kraftinn því Smart #5 er allt að 646 hestöfl.
Í boði verða þrjár útgáfur: Pulse, Summit Edition og Brabus, og kostar Smart #5 frá 7.590.000 kr. þegar styrkur frá Orkusjóði hefur verið dreginn frá.
Frumsýningin á laugardag fer fram á Krókhálsi 11 frá kl. 12 til 16.