Óstöðugleiki vegna átaka í Mið-Austurlöndum hefur bein áhrif á orkumarkaði. Stríð í þessum olíuríka heimshluta veldur því að markaðsaðilar tryggja sér auknar olíubirgðir og auka þannig eftirspurn sem ýtir upp verði. Þrátt fyrir það hefur olíuverð hins vegar gefið eftir síðustu vikur.
Olíuverð hefur lækkað frá því að átakalínurnar milli Írans og Ísraels hörðnuðu. „Í kjölfar gagnárása á bandarískar herstöðvar voru hófstillt viðbrögð Írans túlkuð sem vilji til að draga úr spennu,“ segir Hafsteinn Hauksson aðalhagfræðingur Kviku.
„Verðhækkanirnar gengu til baka. Við erum nú með lægra olíuverð en þegar loftárásir Ísraela hófust,“ bætir hann við. Þá hafi einnig þættir á borð við veikari alþjóðlega eftirspurn og áhrif tolla haft áhrif á olíuverð á árinu.
„Þetta hefur dregið úr verðbólguþrýstingi á heimsvísu, sérstaklega utan Bandaríkjanna þar sem áhrif tollanna virðast ætla að verða meiri.“
Spurður um þróun olíuverðs í ljósi átakanna milli Írans og Ísraels segir Jón Bjarki að mikil og skammvinn sveifla hafi orðið á markaði eftir að Bandaríkjamenn blönduðu sér í málið. „Íran hótaði að loka fyrir flutninga um Hormussund og þá varð greinileg endurverðlagning á áhættu.“
Kínverjar kaupi olíu af Íran, m.a. í gegnum Malasíu, en samkvæmt heimildum hafi olíuútflutningur þaðan verið meiri en framleiðsla, merki um að olía frá Íran flæði í gegnum þriðja aðila. Olíuverð hefur hins vegar gefið talsvert eftir á ný síðustu vikur. „Verðið á heimsmarkaði hefur lækkað um 12-13% í krónum talið frá áramótum,“ segir Jón Bjarki og bætir við að það sé til hagsbóta fyrir Ísland.
Lesa má umfjöllunina í heild sinni í ViðskiptaMogganum.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.