Olíuverð lækkað þrátt fyrir átök

AFP

Óstöðugleiki vegna átaka í Mið-Austurlöndum hefur bein áhrif á orkumarkaði. Stríð í þessum olíuríka heimshluta veldur því að markaðsaðilar tryggja sér auknar olíubirgðir og auka þannig eftirspurn sem ýtir upp verði. Þrátt fyrir það hefur olíuverð hins vegar gefið eftir síðustu vikur.

Olíuverð hefur lækkað frá því að átakalínurnar milli Írans og Ísraels hörðnuðu. „Í kjölfar gagnárása á bandarískar herstöðvar voru hófstillt viðbrögð Írans túlkuð sem vilji til að draga úr spennu,“ segir Hafsteinn Hauksson aðalhagfræðingur Kviku.

„Verðhækkanirnar gengu til baka. Við erum nú með lægra olíuverð en þegar loftárásir Ísraela hófust,“ bætir hann við. Þá hafi einnig þættir á borð við veikari alþjóðlega eftirspurn og áhrif tolla haft áhrif á olíuverð á árinu.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
OSZAR »