Trump gerði allt rétt

Ekkert virðist stoppa Trump þessa dagana og sumir segja hann …
Ekkert virðist stoppa Trump þessa dagana og sumir segja hann uppskera eins og hann sáði. AFP/Jim Watson

Að mati margra stjórnmála- og efnahagsgreinenda virðist Donald Trump hafa gert allt rétt síðustu vikur og mánuði – og uppsker nú eins og hann sáði. Fjárfestar brosa, repúblikanar fagna og jafnvel andstæðingar hans horfa undrandi á þegar forsetinn fær stóra, fallega frumvarpið sitt samþykkt, krefur bandamenn um meira framlag til varnarmála og nær pólitískum og lagalegum sigrum á flestum vígstöðvum.

„One Big Beautiful Bill“ – stærsti sigurinn til þessa

Stærsta skrefið á heimavelli var samþykkt hins svokallaða “One Big Beautiful Bill”, fjárlagafrumvarps sem felur í sér víðtækar skattalækkanir og aukin útgjöld til varnarmála. Skattar á þjórfé, yfirvinnu og lífeyrissparnað verða lækkaðir, og forsetinn heldur því fram að breytingarnar styðji við vinnandi fólk og örvi neyslu og framtakssemi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
OSZAR »