Enn þrýstir Trump á Powell

Talskona Hvíta hússins, Karoline Leavitt, með skilaboðin.
Talskona Hvíta hússins, Karoline Leavitt, með skilaboðin. AFP/Andrew Caballero-Reynolds

Donald Trump forseti Bandaríkjanna hefur aukið þrýsting á Jerome H. Powell seðlabankastjóra Bandaríkjanna og krefst þess að gripið verði til verulegrar vaxtalækkunar.

Hvíta húsið birti á mánudag yfirlit yfir stýrivexti helstu hagkerfa heims með handskrifuðum athugasemdum forsetans, þar sem Powell er gagnrýndur harðlega fyrir að hafa ekki brugðist við með lækkun vaxta. Í athugasemdum sínum sakar Trump Powell um að hafa valdið Bandaríkjunum verulegu fjárhagslegu tjóni.

Trump hefur ítrekað kallað eftir lækkun vaxta á undanförnum árum og gagnrýnt Powell opinberlega fyrir að bregðast ekki við. Nýverið hvatti hann Powell til að segja af sér embætti seðlabankastjóra. Kjörtímabili Powells í embætti lýkur í maí 2026 en hann hefur þó heimild til að sitja áfram sem meðlimur í stjórn seðlabankans til 2028 ef hann kýs svo.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
OSZAR »