Donald Trump forseti Bandaríkjanna hefur aukið þrýsting á Jerome H. Powell seðlabankastjóra Bandaríkjanna og krefst þess að gripið verði til verulegrar vaxtalækkunar.
Hvíta húsið birti á mánudag yfirlit yfir stýrivexti helstu hagkerfa heims með handskrifuðum athugasemdum forsetans, þar sem Powell er gagnrýndur harðlega fyrir að hafa ekki brugðist við með lækkun vaxta. Í athugasemdum sínum sakar Trump Powell um að hafa valdið Bandaríkjunum verulegu fjárhagslegu tjóni.
Trump hefur ítrekað kallað eftir lækkun vaxta á undanförnum árum og gagnrýnt Powell opinberlega fyrir að bregðast ekki við. Nýverið hvatti hann Powell til að segja af sér embætti seðlabankastjóra. Kjörtímabili Powells í embætti lýkur í maí 2026 en hann hefur þó heimild til að sitja áfram sem meðlimur í stjórn seðlabankans til 2028 ef hann kýs svo.
Ljóst er að Trump og nánustu ráðgjafar hans íhuga nú að tilnefna eftirmann Powells áður en kjörtímabili hans lýkur. Scott Bessent fjármálaráðherra hefur ekki útilokað þann möguleika að nýr meðlimur verði skipaður í stjórn seðlabankans og síðar gerður að formanni.
Trump hefur ítrekað vísað til vaxtalækkana evrópska seðlabankans og Englandsbanka í þessu samhengi og telur þær sýna fram á nauðsyn þess að Bandaríkin lækki vexti til að styrkja stöðu sína í alþjóðlegu efnahagsumhverfi.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.