Ólíklegt er að peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka stýrivexti frekar á árinu nema eitthvað breytist í umhverfinu, að mati Bergþóru Baldursdóttur hagfræðings hjá Íslandsbanka.
Bergþóra var gestur í viðskiptahluta Dagmála þessa vikuna og ræddi meðal annars um stýrivexti, efnahagshorfur og fasteignamarkaðinn.
Spurð hvort hún telji líkur á því að lánþegaskilyrði Seðlabankans verði rýmkuð segir Bergþóra að hún telji að svo verði ekki.
„Okkur finnst það frekar ólíklegt miðað við hvernig fjármálastöðugleikanefnd hefur tjáð sig. Reyndar sagði Ásgeir Jónsson í viðtali að mögulega yrðu þau rýmkuð fyrir fyrstu kaupendur. En lánastofnanir eru með mjög svipuð skilyrði hvort sem þau eru skikkuð af Seðlabankanum eða ekki,“ segir Bergþóra.
Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn í heild sinni hér: