Stríð, friður og Donald Trump

Mótmælt í Sanaa á föstudag. Víða um heim eru vondir …
Mótmælt í Sanaa á föstudag. Víða um heim eru vondir menn við völd, og þeir vita að Trump er til alls líklegur. AFP/Mohammed Huwais

Ásgeir Ingvars­son kaf­ar ofan í frétt­ir af er­lend­um vett­vangi í ViðskiptaMogg­an­um á miðviku­dög­um.

Ég var um það bil fjórtán ára þegar ég lærði að það má komast langt á fasinu einu saman.

Ég gekk í frekar fámennan grunnskóla og einhverra hluta vegna gerðist það eitt árið að mikill metnaður var lagður í skákstarfið þar. Fljótlega kom í ljós að ég var besti skákmaðurinn í öllum nemendahópnum og að minnsta kosti einu sinni neyddist ég til að mæta á skákmót fyrir hönd skólans.

Árangurinn við taflborðið skrifaðist þó ekki á að ég gæti hugsað marga leiki fram í tímann. Ég einfaldlega reyndi að velja besta leikinn í stöðunni hverju sinni, en lét fasið um afganginn. Ég hafði (á yfirborðinu) eins mikið sjálfstraust og nokkur gutti á gelgjuskeiðinu hefur nokkru sinni haft, og bæði ég og samnemendur mínir settumst að taflborðinu með því hugarfari að ég væri svakalega klár og myndi sennilega vinna. Skólafélagar mínir, sem allir þekktu mig nokkuð vel, virtust sannfærðir um að ég væri hálfgerður Kasparov, og fyrir vikið urðu þeir órólegir og ómarkvissir í skákinni á meðan ég einfaldlega lék einn leik í einu og beið færis. Þegar þeir litu upp frá taflmönnunum mætti þeim lymskulegt bros og hvasst augnaráð, og yfirleitt léku þeir af sér á endanum.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
OSZAR »