Einar varð áttundi á EM

Einar Margeir Ágústsson varð áttundi.
Einar Margeir Ágústsson varð áttundi. Ljósmynd/SSÍ

Eimar Margeir Ágústsson hafnaði í áttunda sæti í 100 metra bringusundi á Evrópumeistaramóti U23 ára í Samorín í Slóvakíu í kvöld, á lokadegi mótsins.

Einar komst í úrslitin og synti þar á 1:01,62 mínútu. Fimm aðrir Íslendingar kepptu á lokadeginum en enginn annar komst í gegnum undanrásirnar í morgun. Aðeins átta komust áfram í hverri grein, ekki sextán eins og vaninn er á stórmótum í sundi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
OSZAR »