Enska landsliðskonan Chloe Kelly er gengin til liðs við Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu frá Manchester City.
Kelly var á láni hjá Arsenal á síðasta tímabili og var í lykilhlutverki hjá liðinu sem vann Meistaradeild Evrópu og lenti í öðru sæti í deildinni.
Samningur hennar við Manchester City rann út í sumar og hún kemur því á frjálsri sölu til félagsins.
Hún er stödd með enska landsliðinu í Sviss en liðið er í D-riðli og mætir Frakklandi næstkomandi laugardag.