Á leið til Juventus

Jonathan David.
Jonathan David. AFP/Sameer Al-Doumy

Kanadamaðurinn Jonathan David er á leiðinni til Juventus í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu. Félagaskiptafræðingurinn Fabrizio Romano greinir frá þessu.

David, sem er 25 ára, hefur náð samkomulagi við Juventus en samningur hans hjá franska félaginu Lille rann út um mánaðamótin.

Á síðustu leiktíð skoraði David 25 mörk og lagði upp 12 til viðbótar í 49 leikjum fyrir Lille. Landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson leikur með Lille í frönsku 1. deildinni. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
OSZAR »