Knattspyrnumaðurinn Kobbie Mainoo, leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, æfði í íslensku landsliðstreyjunni í gær.
Mainoo er 20 ára miðjumaður og var í treyju númer 15 þegar hann æfði með tveimur leikmönnum sem voru með honum í akademíu United.
Kobbie Mainoo spotted training in Manchester with #MUAcademy graduates James Garner and Mason Greenwood ⚽️
— UtdDistrict (@UtdDistrict) July 1, 2025
📸 Eamonn & James Clarke/@MailSport pic.twitter.com/7VBfpfJCZK
Katla Tryggvadóttir er númer 15 í kvennalandsliðinu en Bjarki Steinn Bjarkason átti treyjuna sem Mainoo var í. Þeir skiptust á treyjum þegar Ísland og England mættust í vináttulandsleik á Wembley í júní á síðasta ári. Ísland vann leikinn 1:0 og Bjarki spilaði allan leikinn.
Ísland mætir Finnlandi á EM kvenna í fótbolta klukkan 16 í dag.