Þorsteinn kallaði til nokkra áhrifavalda

„Það var þung stemning yfir þessu eftir Finnaleikinn en í dag er nýr dagur,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska liðsins, í samtali við mbl.is á æfingu liðsins í Thun í gær.

„Núna snýst þetta um það hvernig við ætlum að bregðast við þessu og standa upp, eftir að hafa verið slegin niður á jörðina í fyrsta leik. Það er ekkert annað í boði núna en að sýna úr hverju við erum gerð,“ sagði Þorsteinn.

En hvernig líst landsliðsþjálfaranum á framhaldið?

„Við vitum það best sjálf að við getum spilað miklu betur en við gerðum í fyrri hálfleiknum gegn Finnlandi. Vonandi var þetta eitthvað einstakt tilfelli sem við þurfum ekki að glíma við aftur. Markmiðið fyrir næstu leiki er að sjálfsögðu að spila betur en við gerðum gegn Finnunum og ég hef enga trú á öðru en við munum bregðast við á jákvæðan hátt eftir tap í fyrsta leik.

Við ætlum okkur að mæta óttalaus gegn Sviss og ég er mjög bjartsýnn fyrir þann leik. Ég hef fulla trú á liðinu mínu og ég er ánægður með hópinn. Við eigum eftir að sýna fólki úr hverju við erum gerð.“

Ánægður með innkomuna

Þorsteinn gerði fjórar breytingar í leiknum gegn Finnum og þær Agla María Albertsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Katla Tryggvadóttir og Sædís Rún Heiðarsdóttir sem komu inn á í leiknum áttu alltaf mjög góða innkomu.

„Ég er gríðarlega ánægður með það að þeir leikmenn sem komu inn á hjálpuðu okkur og  gerðu góða hluti. Þú vilt sjá þá leikmenn sem koma inn á hafa áhrif á leikinn enda kölluðum við á áhrifavalda. Það er jákvæður hausverkur að sjá svona hluti og þetta vill maður sjá frá leikmönnum sem eru á bekknum, þó þær séu ekki sáttir við það að sitja á bekknum, en þær sýndu það að þær skipta máli,“ sagði Þorsteinn meðal annars í samtali við mbl.is.

Þorsteinn Halldórsson ræðir við blaðamann á æfingu íslenska liðsins í …
Þorsteinn Halldórsson ræðir við blaðamann á æfingu íslenska liðsins í Thun í gær. Ljósmynd/Jon Forberg
mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin
OSZAR »