„Það eru Íslendingar að gista hérna með okkur og þeir birtust með kött sem þeir fundu niður í bæ,“ sagði blaðamaður í Fyrsta sætinu.
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði sínum fyrsta leik á EM gegn Finnlandi í A-riðli keppninnar í Thun í Sviss á miðvikudaginn, 1:0, en frammistaða Íslands var til umræðu í þættinum.
Starfsmenn mbl.is og Morgunblaðsins gista á Thun Holiday Hotel í Thun þar sem stuðningsmenn Íslands birtust óvænt með kött upp á arminn aðfaranótt fimmtudags.
„Þetta er einhver viðbjóðslegasti köttur sem ég hef á ævinni minni séð,“ sagði Gústi B.
„Augun hans voru á stærð við golfkúlur og hann var ekki með ól. Þetta var villiköttur og ég held að þeir sem voru að gista með okkur á hóteli hafi fundið hann að borða einhverjar rottur eða eitthvað,“ sagði Gústi B. meðal annars.