Leikplanið dugði ekki til í kvöld

FH-ingar komust tvisvar yfir með mörkum Kjartans Kára Halldórssonar í …
FH-ingar komust tvisvar yfir með mörkum Kjartans Kára Halldórssonar í kvöld. mbl.is/Hákon Pálsson

Kjartan Henry Finnbogason, aðstoðarþjálfari FH, var að vonum svekktur eftir 3:2 tap liðsins gegn KR í Bestu deild karla í kvöld.

Kjartan segir leikplan FH-inga hafa gengið þokkalega upp, en þó ekki dugað til. 

„Það er auðvitað mjög súrt að fá á sig þetta mark í lokin. Við vorum búnir að verjast vel og leikplanið gekk þokkalega upp, en það dugði ekki til í kvöld sem er bara mjög svekkjandi.“

Aðspurður hvort sér hafi fundist FH-ingar eiga meira skilið úr leiknum segir Kjartan að menn uppskeri eins og þeir sái. 

„Þú átt alltaf bara það skilið sem þú leggur upp í leikinn. Mér fannst við verjast vel og loka þeim svæðum sem við vildum loka en við gleymdum okkur þarna í stutta stund í lokin og þeir nýttu færin.

Þannig að það skiptir svo sem engu máli hvað mér finnst, við fengum engin stig út úr þessum leik og það er mjög svekkjandi.“

Kjartan Henry Finnbogason, aðstoðarþjálfari FH, var að vonum svekktur eftir …
Kjartan Henry Finnbogason, aðstoðarþjálfari FH, var að vonum svekktur eftir tap liðsins gegn KR í Bestu deild karla í kvöld. Ljósmynd/Kristinn Steinn

FH-ingum hefur gengið brösulega að sækja stig á útvelli í sumar. Kjartan Henry segir leik kvöldsins þó ekki hafa borið keim af því. 

„Það er auðvitað bara næsti leikur og auðvitað veltum við því fyrir okkur, en mér fannst þessi leikur ekki bera neinn keim af því. Við komumst yfir tvisvar sinnum og vorum að spila vel. 

En eins og ég segi var mjög svekkjandi að fá þetta mark á sig í lokin og fá ekkert út úr þessu, en umræðan væri önnur ef við hefðum haldið í mínútu í viðbót. Þannig að við þurfum bara að byggja ofan á þetta og vera klárir í næsta leik.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
OSZAR »