Sá yngsti í rúm 30 ár

Valur sigraði KR 6:1.
Valur sigraði KR 6:1. Karítas Sveina Guðjónsdóttir

Valsarinn Mattías Kjeld sem kom inn á í 6:1-sigri liðsins í Bestu deild karla í knattspyrnu á dögunum er sá yngsti til þess að leika fyrir félagið í deildinni í rúmlega 30 ár og er næstyngstur frá upphafi.

Mattías var 15 ára og 275 daga gamall þegar hann kom inn á í leiknum en Eiður Smári Guðjohnsen var 15 ára og 250 daga gamall þegar hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir Val árið 1994 og er sá yngsti í sögu Vals.

Mattías kom inn á fyrir Tryggva Hrafn Haraldsson á 82. mínútu.

 

Valur er í þriðja sæti með 21 stig eftir tólf umferðir og mætir næst KA á útivelli á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
OSZAR »