Birgitta Rún Finnbogadóttir, hin 16 ára gamla driffjöður í liði Tindastóls, var besti leikmaðurinn í tíundu umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu að mati Morgunblaðsins.
Birgitta skoraði tvö mörk og lagði eitt upp þegar Tindastóll vann mikilvægan sigur á FHL, 4:1, í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði á föstudagskvöldið. Með þeim sigri eru Skagfirðingarnir þremur stigum fyrir ofan fallsæti þegar deildin er komin í sumarfrí til 24. júlí.
Þótt Birgitta verði ekki 17 ára fyrr en í desember hefur hún þegar leikið 40 leiki fyrir Tindastól í Bestu deildinni og skorað í þeim fimm mörk. Þar af hefur hún skorað fjögur mörk í deildinni á þessu keppnistímabili.
Nánar um Birgittu ásamt liði tíundu umferðar á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.