„Ég get fundið þennan eina milljarð“

Kristrún kveðst geta fundið fleiri milljarða.
Kristrún kveðst geta fundið fleiri milljarða. mbl.is/Eyþór Árnason

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin muni grípa til þeirra aðgerða sem þurfi til að draga úr þrálátri verðbólgu, hvort sem það felur í sér skattahækkanir eða niðurskurð.

Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnum þar sem Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar og Kristrún tókust á.

Sigurður kallaði eftir þjóðarsátt til að ná verðbólgu og vöxtum niður.

Tilbúin að „finna fleiri milljarða“

Kristrún sagðist deila áhyggjum af verðbólgu og vaxtastigi og lagði áherslu á að stjórnvöld hefðu skuldbundið sig til að skila hallalausum fjárlögum árið 2027.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
OSZAR »