Óskýr menntastefna Íslands

Guðmundur Ingi Kristinsson menntamálaráðherra mun kynna næstu aðgerðir.
Guðmundur Ingi Kristinsson menntamálaráðherra mun kynna næstu aðgerðir. mbl.is/Karítas

Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hyggst kynna aðra af þremur aðgerðaáætlunum menntastefnu stjórnvalda til ársins 2030 í vikunni. Sú aðgerðaáætlun hefur beðið kynningar í rúmt ár en með henni er ætlunin að bregðast við slökum árangri í PISA.

Jöfn tækifæri fyrir alla, kennsla í fremstu röð, hæfni fyrir framtíðina, vellíðan í öndvegi og gæði í forgrunni eru þær fimm stoðir sem menntastefnan hvílir á. Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) rýndi stefnuna á sínum tíma en í skýrslu sem birtist sumarið eftir að stefnan var samþykkt kom m.a. fram að stefnumálin væru orðuð með mjög almennum hætti og í sumum tilvikum væri óljóst hvaða stjórnvaldsaðgerðir þyrfti að ráðast í til að koma þeim fram. Þá hvatti OECD Ísland til að tengja fleiri áþreifanlega mælikvarða við markmiðin til að auðvelda val á aðgerðum og mat á árangri.

Engin samræmd könnunarpróf hafa verið haldin frá því að stefnan tók gildi árið 2021. Niðurstöður úr PISA 2022 sýna þó að námsárangri íslenskra nema hrakar. Stjórnvöld hafa enn ekki sýnt hvernig eigi að sporna við þeirri þróun. 

Nán­ar má lesa um málið á bls. 26-27 í Morg­un­blaðinu og í Mogga-app­inu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
OSZAR »