Vill skýringar á nafnlausum svörum

Tryggingarstofnun.
Tryggingarstofnun. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir skýringum þriggja opinberra stofnana á því af hverju ákvarðanir þeirra við afgreiðslur erinda voru nafnlausar, þ.e.a.s. „undir þær var ekki ritað með nafni þeirra starfsmanna sem stóðu þeim að baki“, eins og segir í bréfum umboðsmanns til stofnananna.

Kveðst umboðsmaður hafa við meðferð kvartana orðið var við tilvik þar sem ekki er ritað undir ákvarðanir með nafni starfsmanns.

„Sjúkratryggingar Íslands, Tryggingastofnun og Vinnumálastofnun hafa verið beðnar um upplýsingar um hvort þetta sé almennt verklag hjá þeim. Sé svo, þá er beðið um skýringar á því hvernig það samrýmist þeim réttaröryggiskröfum sem leiða af skráðum og óskráðum reglum stjórnsýsluréttarins,“ segir í frétt um málið á vef umboðsmanns. Er stofnununum gefinn frestur til 8. ágúst til að til að svara umboðsmanni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
OSZAR »