Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir skýringum þriggja opinberra stofnana á því af hverju ákvarðanir þeirra við afgreiðslur erinda voru nafnlausar, þ.e.a.s. „undir þær var ekki ritað með nafni þeirra starfsmanna sem stóðu þeim að baki“, eins og segir í bréfum umboðsmanns til stofnananna.
Kveðst umboðsmaður hafa við meðferð kvartana orðið var við tilvik þar sem ekki er ritað undir ákvarðanir með nafni starfsmanns.
„Sjúkratryggingar Íslands, Tryggingastofnun og Vinnumálastofnun hafa verið beðnar um upplýsingar um hvort þetta sé almennt verklag hjá þeim. Sé svo, þá er beðið um skýringar á því hvernig það samrýmist þeim réttaröryggiskröfum sem leiða af skráðum og óskráðum reglum stjórnsýsluréttarins,“ segir í frétt um málið á vef umboðsmanns. Er stofnununum gefinn frestur til 8. ágúst til að til að svara umboðsmanni.
Segist umboðsmaður í bréfum til stofnananna þriggja hafa sérstaklega í huga að málsaðili geti gert sér grein fyrir því hvaða starfsmanni stjórnvaldsins var falið að afgreiða málið og að hann sé til þess bær, uppfylli hæfisskilyrði stjórnsýslulaga til meðferðar þess o.fl.
Minnt er á að með áliti umboðsmanns í máli frá í júlí 2021 komst hann að þeirri niðurstöðu að sú afstaða TR að birta almennt ekki nöfn starfsmanna sem stæðu að baki ákvörðunum stofnunarinnar samræmdist ekki kröfum um form og framsetningu stjórnvaldsákvarðana í ljósi réttaröryggis og vandaðra stjórnsýsluhátta. Úrskurðarnefnd velferðarmála hafi einnig á sínum tíma úrskurðað að TR hafi verið óheimilt að synja kæranda um upplýsingar um m.a. nöfn starfsmanna sem komu að máli hans.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.