Fundað á Alþingi langt fram á nótt

Þingfundi var slitið klukkan hálf fimm í morgun.
Þingfundi var slitið klukkan hálf fimm í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þingfundi sem hófst á Alþingi klukkan 10 í gærmorgun lauk ekki fyrr en klukkan hálf fimm í morgun.

Fundi þingflokksformanna um þinglok lauk án árangurs skömmu eftir klukkan 23 í gærkvöld og hófust ræðuhöld í þingsal á ný þar sem þingmenn Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Framsóknar héldu áfram annarri umræðu um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar.

Ráðherrar sáust á vappi í þinghúsinu og fjármálaráðherra hitti þingflokksformenn, en það virðist ekki hafa hrokkið til. Hljóðið í þingmönnum sem Morgunblaðið innti frétta hjá var ekki mjög uppörvandi. ­Flestir telja að það strandi helst á veiðigjaldamálinu.

Þingfundur hefst klukkan 10

Þingfundur hest að nýju klukkan 10. Minnst verður látins fyrrverandi alþingismanns, Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, áður en haldið verður áfram annarri umræðu um veiðigjaldafrumvarpið þar sem sjö þingmenn eru á mælendaskrá, Þórarinn Ingi Pétursson, Jón Pétur Zimsen, Jens Garðar Helgason, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Bryndís Haraldsdóttir, Þorgrímur Sigmundsson og Ingibjörg Davíðsdóttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
OSZAR »