Halla ekki með lífverði í sundi: Fjarlægir fréttina

Eiríkur hefur nú fjarlægt fréttina þar sem ranglega er haldið …
Eiríkur hefur nú fjarlægt fréttina þar sem ranglega er haldið því fram að Halla sé með lífverði í sundi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, fer ekki í sund í Álftaneslaug með tvo lífverði, eins og fjölmiðlamaðurinn Eiríkur Jónsson fullyrti og DV endurómaði. 

Eiríkur Jónsson skrifaði frétt á heimsíðu sína um helgina þar sem hann hafði eftir sundlaugargestum að Halla færi reglulega í sund, en þó ekki án tveggja lífvarða sér við hlið. DV gerði einnig frétt byggða á frétt Eiríks, en Eiríkur er fyrrverandi ritstjóri Séð og heyrt. 

Í morgun birti þó Eiríkur afsökunarbeiðni eftir að hafa fengið póst frá Sif Gunnarsdóttur forsetaritara.

„Á vefsíðunni eirikurjonsson.is er frétt um að forseti Íslands hafi farið í Álftaneslaug með lífverði með sér. Þetta er vitleysa. Vinsamlegast fjarlægið fréttina af vefnum,“ segir í pósti forsetaritara. 

Eiríkur hefur fjarlægt upphaflegu fréttina.

Eiríkur Jónsson til hægri.
Eiríkur Jónsson til hægri. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
OSZAR »