Einn heppinn lottóspilari vann rúmar 53,8 milljónir í lottóútdrætti vikunnar, en hann var með fjórfaldan fyrsta vinning.
Vinningsmiðinn var áskriftarmiði.
Fimm aðrir voru með bónusvinninginn og fékk því hver í sinn hlut um 127 þúsund krónur. Einn miði var í áskrift en hinir þrír voru keyptir á vefnum og einn í gegnum appið.
Enginn var með 1. vinning í Jóker en fjórir þátttakendur hlutu 2. vinning og fá þeir því 125 þúsund krónur. Báðir miðarnir voru áskriftarmiðar, einn keyptur á lotto.is og einn í appinu.
Tölur kvöldsins voru 4, 8, 11, 13, 30 og 16 sem var bónustala.
Jókerinn var 1,1,3,7,1
Heildarfjöldi vinningshafa var 8.761.